Description
Bera olíuna á auma vöðva og liði tvisvar á dag til að örva blóðrásina og losa þannig bólgur úr vöðvunum.
Gott er að bera hana á hálsinn, bringuna og í andlitið kringum nefið við kvefi því hún er líka bakteríudrepandi.
Fyrir þá sem eru með mígreni þarf að bera hana á sig þegar mígrenið er að byrja á ennið, gagnaugun og aftan á hálsinn til að losna við höfuðverkinn.
Innihald: Jójóbaolía, íslensk sitkagreni ilmkjarnaolía
Varan er umhverfisvæn og ekki prófuð á dýrum. Hún inniheldur engin aukaefni eins og rotvarnarefni, paraben né sílikon. Náttúrulegur ilmur er í vörunni og hún er einnig vegan.