Hraundis.is. íslenskar ilmkjarnaolíur

Skilmálar og greiðslur

Afhending vöru 

Ef pöntunin þín er send með Íslandspósti fer hún í póst 2 – 3 virka daga eftir að pöntun hefur verið gerð svo lengi sem að varan sé til og kreditkortið fæst staðfest. Ef að varan er ekki til á lager mun Hraundis.is láta þig vita hvenær áætlaðan afgreiðslutíma mun verð. Sendingarkostaður á íslandi er 1.200 kr

Sóttar vörur er afhendar á höfuðborgasvæðinu 2-3 dögum eftir að vara hefur verið pöntuð.

Öllum pöntunum er dreift af Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar.

Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í góðu lagi í óuppteknum upprunalegum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með. Endurgreiðsla er framkvæmd með innleggsnótu. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd.

Ef um sendingar út fyrir landsteinana er að ræða geta tollar og gjöld viðkomandi lands bæst við vöruverðið sem er ekki innifalið í verðunum okkar hér á heimasíðunni.

Höfundarréttur af texta og myndum 

Einkanota

Heimilt er að nota gögn aðeins til  einkanota eingöngu. Það felur í sér fyrir utan að gera eintök til eigin nota má einnig gera eintök fyrir fjölskyldu og vini. Enginn má þó nota myndir eða texta fyrir sína atvinnu eða fyrirtæki án leyfis hraundísar

Skilafrestur

Samkvæmt reglum um rafræn kaup, mátt þú hætta við kaupin innan 14 daga að því tilskildu að vörunni sé skilað í upprunalegum umbúðum og í því ástandi sem hún kom til þín. Greiðslukvittun þarf að fylgja þegar vöru er skilað. Endurgreiðsla er framkvæmd að fullu ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt. Endursending vöru er á ábyrgð og kostnað kaupanda nema ef um er að ræða ranga/gallaða vöru.

Endurgreiðsla er gerð á sama kreditkort og kaupin áttu sér stað upphaflega og athugið að endurgreiðsla getur tekið allt að 5 virka daga til að ganga í gegn. Þetta getur verið mismunandi eftir kortafyrirtækjum og getum við því miður ekki haft áhrif á þetta.

Vöruverð

Vinsamlegast athugið að verð getur breyst án fyrirvara.

Greiðslumöguleikar

Hægt er að greiða með greiðslukorti. Einnig er hægt að greiða með millifærslu með því að hafa samband við hraundis.is í gegnum hraundis@hraundis.is eða í gegnum síma.

Skattar og gjöld

Öll verð í netversluninni er með VSK.

Ágreiningur og lög um varnarþing Skattar og gjöld

Rísi ágreiningur milli aðila um efni þessara viðskiptaskilmála eða vegna brota á þeim má bera viðkomandi mál undir Kærunefnd þjónustu og lausafjárkaupa hjá Neytendastofu. Ef allt þrýtur er heimilt að reka mál vegna þessa fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur skv. ákvæðum laga nr. 91/1991.

Trúnaður og persónuverndarlög

Kortagreiðslur fara í gegnum örugga greiðslusíðu Korta.

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum. Um skilmála þessa gilda ákvæði laga um húsgöngu- og fjarsölu nr. 96/1992, ákvæði laga um lausafjárkaup nr. 46/2000 eftir því sem við getur átt og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003. Allir frestir sem nefndir eru í lögum nr. 96/1992 byrja að líða móttaka vöru á sér stað.

Við hjá Hraundis.is fögnum nýju persónuverndarlöggjöfinni „General Data Protection Regulation (GDPR)“ sem tekur gildi 25. maí.2018. Þetta er gert til að skapa gegnsæji og vernda einstaklinga sem og upplýsingarnar sem þeir veita fyrirtækjum sem þeir eiga viðskipti við.

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Hraundis.is áskila sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust.