Description
Blöndun á húð. Í 30ml af burðarolíu eru blandað sirka 10 dropum af ilmkjarnaolíu en það er hæfilega sterk blanda. Burðarolía fer eftir smekk hvers og eins en hún getur verið jójóbaolía, ólífuolía, sesamolía, kókosolía, möndluolía eða sólblómaolía. Mikilvægt er að velja hreina kaldpressaða olíu og helst lífrænt vottaða.
Ilmkjarnaolíur úr barrtrjám eru einstaklega góðar til að nota við heimilisþrif þar sem þær eru bakteríudrepandi og hafa ferskan náttúrulegan ilm.
Síberíuþins ilmkjarnaolía kemur beint úr hreinni náttúru íslands en hún er búin til með því að gufu eima nálarnar af síberíuþin úr íslenskum skógum. Engin tré eru felld við framleiðsluna heldur einungis nýtt það sem fellur til úr skóginum við grisjun. Síberíuþinur hefur einstaklega ferskan skógarilm.
Ilmolíufræðingar mæla ekki með því að nota ilmkjanaolíur innvortis nema undir leiðsögn þeirra sem lært hafa um efnafræði olíanna. Rannsóknir hafa sýnt að mjög hættulegt getur verið fyrir líffæri eins og lifur og nýra að innbyrða ilmkjarnaolíur.