Gleðilegt ár og takk fyrir frábærar móttökur á síðasta ári.
Á síðasta ári komu nokkrar nýjar vörur í sölu hjá okkur eins og sjampó, Skógardís, sem búið er til úr náttúrulegum efnum með íslenskum skógarilmi.
Verkjaolian, Eldhraun vinsæla en hún hefur reynst vel við vöðvabólgu, verkjum í liðum, sinadrætti, mígreni og fótapirring. Hún er einnig frábær til að nota gegn kvefi þar sem hún er svo bakteríudrepandi en ég ber hana á andlitið á mér þegar ég er að byrja að fá kvef.
Skeggolían, Hraunar sem notuð er til að bera á skeggið til að mýkja það og húðina undir skegginu.
Sveppaolían, Berserkjahraun sem hefur reynst vel gegn húðsveppum en það er ótrúlega algengt að fólk fái sveppi á húðina.
Núna fást vörurnar í Frú Laugu, Laugalæk, Hitt og þetta handverk á Blönduósi, Hús handanna á Egilsstöðum, hjá Sonju Ruiz í Vestmanneyjum, Landnámssetrinu og Ljómalind í Borgarnesi.
Við fögnum árinu 2018 með stæl þar sem margt er að gerast á þessu ári.
Þrjár nýjar tegundir af ilmkjarnaolíum eru að koma í sölu en það eru lerki ilmkjarnaolía, blágreni og birki olían sem margir hafa beðið eftir. Síðan eru fleiri vörur væntanlegar en þær eru ennþá í þróun.
Síðan er það sjálfboðaliða starf í Kenýa en Hraundís er að vinna að því að komast sem sjálfboðaliði til Kenýa til að kenna fólki þar að búa til ilmkjarnaolíur. Markmiðið er að stuðla að sjálfbærni og nýta auðlindir til atvinnusköpunar í Nakura í Kenýa. Hún er í samstarfi við Ragnar Sverrisson sem er búsettur í Kenýa og hefur unnið mikið hjálparstarf þar í mörg ár. Til þess að þetta sé mögulekt höfum við sett af stað söfnun á Karolinafund.com til að standa straum af kostnaði við að kaupa nauðsynlegan búnað til að byrja á verkefninu. Okkur þætti mjög vænt um ef þú sæir þér fært að láta af hendi nokkrar krónur til að þetta geti orðið að veruleika því mikil þörf er á því að skapa atvinnu í Kenýa til að sporna við fátækt þar í landi
Ýttu hér til að komast inn á www.karolinafund.com
Kveðja frá Íslenska ilminum