Sonia Blondeau lenti í mjög slæmu slysi
Þessi kona lenti í mjög slæmu slysi fyrir nokkrum árum síðan og var svo mikið verkjuð eftir það að hún gat ekki stundað vinnu. Hún fór að leita sér lækninga í ilmkjarnaolíum og þá loksins fékk hún bata. Hún kom til mín að kynna sér hvernig á að búa til ilmkjarnolíur fyrir tveimur árum síðan þegar hún var að byrja að skrifa bókina sína um það hvernig hún náði bata með ilmkjarnaolíum. Núna er hún að halda fyrirlestra í Kanada um batann sinn, ásamt frönskum hjúkrunarfræðing sem notar ilmkjarnaolíur á spítala sem hún vinnur hjá til að hjálpa fólki með mikla verk.