Ilmkjarnaolíur, Kjarnaolíur, nudd, essential oils, heilsan, anda, kvef, bað, verkir, bakverkir, magakveisa

Um Hraundísi

Hraundís Guðmundsdóttir er eigandi og framleiðandi að fyrirtækinu Hraundís. Hún er menntaður ilmolíufræðingur og skógfræðingur frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri. Hún rak nuddstofu í Reykholtsdal í mörg ár þar sem hún blandaði ilmkjarnaolíur í nuddolíur til að hjálpa fólki við ýmsum kvillum.

Hún gekk með þann draum í mörg ár að framleiða íslenskar ilmkjarnaolíur. Í janúar 2015 fór hún út til Sedona í Arizona til að læra eimingu plantna og byrjaði að eima og selja íslenskar ilmkjarnaolíur sumarið 2015. Hún er einnig að framleiða ýmsar heilsuvörur sem hafa þróast eftir að fólk hefur beðið hana að blanda fyrir sig við ýmsum heilsu vandamálum.

Framleiðslan fer fram í Borgarfirði og eru allar plönturnar handtíndar á svæðum sem hafa lífræna vottun frá Tún og eimaðar í hreina íslenska vatninu. Allt hráefni sem notað er í vörurnar er lífrænt vottað og umhverfisvænt. Við framleiðsluna er passað upp á að ganga ekki á tegundirnar sem notaðar eru í framleiðsluna.

Til að búa til ilmkjarnaolíur eru plöntur eimaðar í sérstökum eimingartækjum. Það er mismunandi hvaða hlutar plöntunnar eru notaðir en það eru ýmist blóm, blöð, rætur, fræ, nálar, börkur eða öll plantan sem er notuð. 100°C heit gufa er leidd í gegnum plöntuna og við það losnar olían.

Gufan er síðan leidd í gegnum kæli rör og verður að vökva. Vatnið kemur síðan niður í svo kallaðan skiljara en þar sem olían er léttari en vatnið þá flýtur hún ofan á. Þannig er hægt að tappa hreinni olíu af. Það tekur nokkra klukkutíma að eima plöntuna en það er mismunandi eftir tegundum hversu auðveldlega olían losnar úr henni.

Ilmkjarnaolíur, Kjarnaolíur, nudd, essential oils, heilsan, anda, kvef, bað, verkir, bakverkir, magakveisa

Hvernig byrjaði ferlið

Framleiðslan gekk vonur framar og við þurftum að stækka við okkur, þar sem framleiðslan fór að aukast

Ilmkjarnaolíur, Kjarnaolíur, nudd, essential oils, heilsan, anda, kvef, bað, verkir, bakverkir, magakveisa

Árið 2015 komu svo fyrstu ilmkjarnaolíurnar á Íslandi í sölu. Framleiðslan gekk vonur framar og við þurftum að stækka við okkur 2017, þar sem framleiðslan fór að aukast

Ilmolíu fjölskyldan